Meðallaun hækkað mun meira á Íslandi

Byggingavinna.
Byggingavinna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launavísitalan hafði í júlí síðastliðnum hækkað um 7,8% yfir 12 mánaða tímabil.

Fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans að hækkunin sé mikil, til dæmis miðað við öldudalinn í hagkerfinu að undanförnu. Umræða um launamál hér á landi byggir mikið á launavísitölunni.

„Sé litið á tímabilið frá 2000 til 2020 má t.d. sjá að meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum. Þetta er mun meiri hækkun en í nálægum löndum, en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Meðalhækkun hinna Norðurlandanna er 81% á móti 204% hjá okkur. Meðallaun á Íslandi hafa þannig að meðaltali hækkað um 5,8% á ári á þessum 20 árum á meðan þau hafa hækkað að meðaltali um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum,” segir í Hagsjánni.

Fram kemur að ef litið er á mestu og minnstu árlegu breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum.

„Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK