Vísitala neysluverðs hækkar um 0,46%

Verðbólga mælist 4,3% þriðja mánuðinn í röð samkvæmt hagsjá Landsbankans.
Verðbólga mælist 4,3% þriðja mánuðinn í röð samkvæmt hagsjá Landsbankans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðbólga mælist 4,3% í ágúst, þriðja mánuðinn í röð, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða.

Þetta kemur fram í tilkynningu hagfræðideildar Landsbankans.

Mest áhrif til hækkunar hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði en hann hækkaði um 1,0% milli mánaða, hafði það 0,16% áhrif á vísitölu. Þá hækkuðu húsgögn og heimilisbúnaður um 1,1% milli mánaða og hafði það 0,07% áhrif á vísitölu. Hótel og veitingastaðir hækkuðu um 0,9% og hafði það 0,04% áhrif á vísitölu.

Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 1,8% og höfðu þau lækkandi áhrif á vísitöluna, eða -0,02%. Eru þetta jafnframt mestu áhrifin til lækkunar.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,4% milli mánaða og mælist nú 3,3% á þann mælikvarða. Verðbólga án húsnæðiskostnaðar lækkar fimmta mánuðinn í röð en í mars mældist árs verðbólga á þennan mælikvarða 4,8%.

Hægt er að lesa um hagsjána í heild hérna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK