1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrri hluta ársins

Samtals komu 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrstu …
Samtals komu 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtals 1.422 íbúðir komu inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í samantekt um íbúðauppbyggingu í Reykjavík fyrir annan ársfjórðung. Samtals voru 2.269 íbúðir í byggingu við lok ársfjórðungsins, en skipulag fyrir aðrar 5.175 íbúðir var auglýst á ársfjórðungnum.

Fram kemur í samantektinni að embætti byggingarfulltrúa hafi á ársfjórðungnum samþykkt áform um uppbyggingu 485 íbúða og að framkvæmdir hafi hafist við byggingu 276 íbúða.

Gildandi byggingarheimildir eru fyrir 3.169 íbúðir á lóðum með samþykktu deiliskipulagi. Flestar þeirra, 1.835 eða 58% eru í höndum einkaaðila sem ætla að byggja fyrir almennan markað. Reykjavíkurborg ræður yfir byggingarrétti 727 íbúða sem ætlaðar eru fyrir almennan markað og eru flestar þeirra fyrirhugaðar í Bryggjuhverfi þar sem unnið að því að gera lóðir byggingarhæfar.

Húsnæðisfélögum hefur verið úthlutað lóðum fyrir 540 íbúðir og þar er stærsta verkefnið á vegum Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg. Loks eru í samþykktu deiliskipulagi 37 íbúðir sem Reykjavíkurborg á eftir að úthluta til húsnæðisfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK