Húsnæðisliðurinn vegur áfram þungt í verðbólgunni

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir húsnæðisliðinn vega þyngst í síðustu verðbólgumælingu. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 4,3% sl. tólf mánuði og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3%.

Ágúst er því áttundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan mælist yfir 4% og hefur verðbólgan nú verið yfir 2,5% markmiði Seðlabankans í sextán mánuði samfleytt, frá maí 2020.

Hér til hliðar má sjá þróun verðbólgu frá mars 2020, þegar kórónuveirufaraldurinn hófst á Íslandi. Þá fylgja með upplýsingar um mánaðarlegar breytingar á vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis. Eins og sjá má hefur vísitalan að meðtöldum húsnæðisliðnum hækkað meira en vísitalan án hans frá mars sl.

Graf/mbl.is

Að sögn Bergþóru vegur undirliðurinn reiknuð húsaleiga 17% af verðbólgunni í ágúst en sá liður er almennt nefndur húsnæðisliðurinn.

Hækkunin umfram spár

„Húsnæðisliðurinn hefur verið meginástæðan fyrir innlendri verðbólgu að undanförnu. Við spáðum því að það færi að hægja á hækkun hans í þessum mánuði, en hækkunin var meiri en við gerðum ráð fyrir,“ segir Bergþóra. Fasteignir hafi hækkað meira í verði að undanförnu en gert var ráð fyrir í spálíkani bankans.

Bergþóra Baldursdóttir.
Bergþóra Baldursdóttir.

Bergþóra rifjar upp að þegar seðlabankastjóri greindi frá vaxtahækkun í síðustu viku hafi hann sagt að tilgangurinn væri meðal annars að kæla fasteignamarkaðinn.

„Við gætum séð áhrif af því þegar frá líður á næstu mánuðum,“ segir Bergþóra um áhrif hærri vaxta.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 31. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK