Í 30 tískuverslunum um allan heim

Arnar Már Jónsson fatahönnuður. Fyrirtækið er að flytja framleiðsluna smátt …
Arnar Már Jónsson fatahönnuður. Fyrirtækið er að flytja framleiðsluna smátt og smátt til Ítalíu út af Brexit. mbl.is/Árni Sæberg

Nú síðast hóf stórverslunin Selfridges í Bretlandi sölu á vörunum í lítilli sérhannaðri 40 fermetra „pop-up“ búð inni í stórversluninni.

Arnar Már segir að árangurinn sé afrakstur af mikilli vinnu síðustu ára. Hann segir að fyrirtækið sé nú á þeim stað að nauðsynlegt sé að fá samstarfsaðila inn í félagið, sem komið getur með nauðsynlega þekkingu og reynslu til að færa fatamerkið upp á næsta stig. Viðræður eru nú þegar í gangi við alþjóðlegt fyrirtæki en stefnt er að því að selja 10-20% hlut í arnarmarjonsson.

„Þegar þú ert að berjast um pláss í flottum búðum við stærstu tískumerki í heimi er enginn að spá í hvað þú ert stór eða lítill. Við verðum að standa okkur jafn vel og stóru aðilarnir.“

ViðskiptaMogginn bað Arnar Má að segja stuttlega frá því hvernig ævintýrið byrjaði.

„Ég útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og flutti svo beint til Parísar. Það atvikaðist þannig að fatahönnuðurinn franski Martine Sitbom var dómari í útskriftarsýningu LHÍ og hún bauð mér að koma út beint eftir brautskráningu og verða aðstoðarmaður sinn,“ segir Arnar.

Fékk skjótan endi

Parísardvölin fékk þó frekar skjótan endi því fimm mánuðum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota og Arnar fékk þau skilaboð að hann þyrfti ekki að mæta aftur í vinnuna. Hann ákvað því að skrá sig í meistaranám í Royal College of Art í Lundúnum. „Ég útskrifaðist þaðan af karlmannstískubraut árið 2017. Áhersla mín í náminu var á sport- og útivistarfatnað og í kjölfarið á útskriftinni fór ég að vinna sem framtíðarráðgjafi hjá íþróttavöruframleiðandanum Adidas og var hjá þeim í þrjú ár. Ég vann einnig nokkur verkefni fyrir 66°Norður. Samhliða byrjaði ég að þróa mitt eigið tískumerki ásamt Luke Stevens, skólafélaga mínum úr Royal College.“

Fyrirtækið er núna á sínu þriðja ári og sjötta hönnunartímabili, en tvær fatalínur eru framleiddar á ári. Hann segir að nú nýverið hafi þeir félagar búið til sína fyrstu viðskiptaáætlun, en þeir fóru af stað með nánast ekkert fé á milli handanna og enga viðskiptaáætlun. „Við byrjuðum bara að sauma í stofunni heima. Svo fórum við með fötin til Parísar, leigðum þar Airbnb-íbúð og tókum þátt í tískuvikunni í borginni. Þar sömdum við við þrjár flottar búðir,“ segir Arnar.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum sem kom út 1. september. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK