Í viðræðum um að selja Magn fyrir 10 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.

Skeljungur hefur ákveðið að ganga til einkaviðræðna við Sp/f Orkufelagið um sölu á dótturfélagi sínu í Færeyjum, P/F Magn. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nemur heildarsöluverðið 12,3 milljörðum, en þegar yfirteknar skuldir og kostnaður við söluna eru dregin frá nemur söluverðið um 10 milljörðum. Er það 6,2 milljörðum hærra en bókfært verð hlutarins í bókum Skeljungs.

Sp/f Orkufelagið er undir forystu Ben Arabo, Teitur Poulsen og Tommy Næs Djurhuus. Heildartekjur Magn á fyrri árshluta þessa árs námu 8.627 milljónum króna og heildartekjur samstæðunnar voru 22.667 milljónir króna. Rekstrarhagnaður P/F Magn á tímabilinu nam 929 milljónum, en fyrir samstæðuna var rekstrarhagnaðurinn 1.584 milljónir.

Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK