Tekjur Sýnar dragast enn saman

mbl.is/Hari

Tap varð af rekstri fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar á öðrum ársfjórðungi. Nam það 117 milljónum, miðað við 60 milljóna tap yfir sama tímabil í fyrra. Tekjur á fjórðungnum námu 5.289 milljónum og drógust saman um 98 milljónir miðað við sama fjórðung fyrra árs. EBITDA nam 1.488 milljónum, samanborið við 1.364 milljónir í fyrra.

Á fyrri helmingi ársins dregur úr tapi miðað við fyrra ár. Nemur það nú 348 milljónum en stóð í 410 milljónum í lok júní í fyrra.

Fjarskiptatekjur aukast

Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir grunnreksturinn í góðu horfi og að fjarskiptatekjur vaxi nú í fyrsta sinn frá árinu 2018. það sé ekki komið til vegna nýrra fjárfestinga heldur betri nýtingar fjarskiptakerfa fyrirtækisins.Segir hann að rétt ákvörðun hafi verið að læsa fréttum Stöðvar 2 fyrir öðrum en áskrifendum. Þannig hafi þúsundir nýrra viðskiptavina komið til fyrirtækisins án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK