Ríkissjóður verði sjálfbær í lok 2026

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skilað til Alþingis skýrslu …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skilað til Alþingis skýrslu um lántökur ríkissjóðs á næstu árum, líklega vaxtaþróun og áhrif á peningahagkerfið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að ríkissjóður verði fjárhagslega sjálfbær í lok ársins 2026, miðað við forsendur gildandi fjármálaáætlunar 2022 til 2026.

Kemur þetta fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um lántökur ríkissjóðs á næstu árum, líklega vaxtaþróun og áhrif á peningakerfið, sem unnin var að beiðni Þorgerðar K. Gunnarsdóttur þingmanns auk fleiri þingmanna. 

Útlit fyrir lága vexti

Má þetta rekja að hluta til þess að horfur eru á að vextir verði lágir í samanburði við hagvöxt og afgangs á frumjöfnuði auk þess sem skuldsetning ríkissjóðs virðist viðráðanleg, að því er segir í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Segir þar enn fremur að væntnalega breyti ekki miklu fyrir fjárhagslega sjálfbærni hvort halli ríkissjóðs næstu árin verði fjármagnaður í krónum eða erlendri mynt en áhættan sé þó meiri þegar um erlenda fjármögnun hallareksturs er að ræða. Þá séu takmörk fyrir því hversu mikil skuldsetning getur orðið í erlendri mynt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK