Umtalsverð hækkun hjá Viaplay

Messi verður að vanda í eldlínunni í Meistaradeildinni en að …
Messi verður að vanda í eldlínunni í Meistaradeildinni en að þessu sinni í treyju PSG. AFP

Áskrift að pakkanum Viaplay Total hjá streymisveitunni Viaplay mun hækka verulega í næsta mánuði. Áskriftin hefur kostað 1.599 krónur en hækkar þá í 2.699 krónur á mánuði. Hækkunin nemur rétt tæpum 69% eða 1.100 krónum.

Í tilkynningu frá streymisveitunni til áskrifenda er því borið við að þeim standi meira efni til boða en nokkru sinni fyrr og því verði að hækka verðið.

Keppinautar Viaplay hafa staðhæft að þjónusta fyrirtækisins hafi verið undirverðlögð þegar streymisþjónustan kom inn á markaðinn hér á landi. Bent var á að Viaplay Total hefði kostað þrefalt meira í hinum norrænu ríkjunum en hér.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá tryggði Viaplay sér nýlega réttinn að Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í knattspyrnu. Viaplay deilir sýningarréttinum með Stöð 2 sport. Auk þess sýnir veitan frá þýsku Bundesligunni og dönsku Superligunni í knattspyrnu sem og Formúlu 1 kappakstri.

Viaplay býður einnig upp á einfalda áskrift að kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum og kostar sú áskrift 599 krónur á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK