Vilja vernd fyrir viskí

Bygg fyrir viskíið Flóka er framleitt á Bjálmholti í Rangárþingi …
Bygg fyrir viskíið Flóka er framleitt á Bjálmholti í Rangárþingi ytra á Suðurlandi.

Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri bruggverksmiðjunnar Eimverks, eina framleiðanda viskís á Íslandi, hefur ásamt tveimur öðrum aðilum sem hyggja á innlenda viskíframleiðslu, sótt um vernd afurðarheitis sem vísar til upprunans.

Vilja þau að viskí sem framleitt er alfarið hér á landi verði eina viskíið sem fái að kallast íslenskt.

Árið 2019 voru tekjur Eimverks 132 m.kr. og jukust um …
Árið 2019 voru tekjur Eimverks 132 m.kr. og jukust um 14% milli ára.

„Þótt viskígeirinn sé ungur hér á landi þá viljum við tryggja að reglurnar verði skýrar frá upphafi. Japanir lentu í vandræðum með þetta og fjöldi verksmiðja var farinn að flytja inn spíra að utan, vinna áfram í Japan og kalla það japanskt viskí.“

Rækta sitt eigið bygg

Í dag getur hver sem er framleitt viskí á Íslandi þótt öll innihaldsefnin séu ekki íslensk. Allt innihald Flóka, vískísins sem Eimverk framleiðir, er hins vegar íslenskt og ræktar Eimverk sitt eigið bygg í framleiðsluna, þurrkar það og reykir.

Spurð hvort einhverjir íslenskir framleiðendur hyggist flytja inn vökva að utan og setja á tunnur hér á landi, segir Eva að hún viti um einn aðila sem hafi nú þegar keypt viskítunnur í þessum tilgangi. „Slík framleiðsla er kölluð sjálfstæð átöppun (e. independent bottler) sem er mjög stór grein innan viskíiðnaðarins.“

Eva segir að Skotar, sem eru heimsfrægir fyrir sína viskíframleiðslu, hafi sett mjög strangar reglugerðir í þessa veru.

Umsóknin um vernd afurðarheitis er nú í ferli hjá Matvælastofnun og er von á niðurstöðu í næsta mánuði. Nú þegar hefur Einkaleyfastofa gefið jákvætt svar og Samtök atvinnulífsins settu ekki út á umsóknina, að sögn Evu.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK