Eldrauð Kauphöll í morgun

Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað í viðskiptum í morgun.
Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað í viðskiptum í morgun. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Öll fyrirtæki á aðalmarkaði Kauphallarinnar hér á landi hafa lækkað í fyrstu viðskiptum í dag. Mest hafa bréf Kviku lækkað, eða um 5%, en þar á eftir koma Arion banki sem hefur lækkað um 3,8% og Síminn með 3,5% lækkun. Önnur fyrirtæki hafa lækkað um 1,15% niður í 3,5%.

Hlutabréfamarkaðir erlendis hafa einnig lækkað nokkuð í viðskiptum í dag, en í Hong Kong var lækkunin 3,3%. Lækkunin kom í kjölfar hræðslu við lausafjárkrísu hjá kínverska fasteignafélaginu Evergrande, en það er skuldsettasta fasteignafélag í heimi með yfir 300 milljarða Bandaríkjadala í útistandandi skuldir. Bréf Evergrande lækkuðu um allt að 18,9% í morgun.

Virðist sem ólgan á fasteignamarkaði hafi smitast í aðra geira og einnig út fyrir landsteinana. Í Evrópu hefur t.d. FTSE 100-vísitalan í London lækkað um 1,6%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur farið niður um 2,2% og CAC 40 í Frakklandi niður um 2,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK