Flugfélögin hækkuðu í niðursveiflu

Kauphöllin.
Kauphöllin. Ljósmynd/Aðsend

Verð á hlutabréfum í langflestum félögum í Kauphöllinni lækkaði í dag. Hlutabréfamarkaðurinn hefur sveiflast töluvert undanfarnar vikur í aðdraganda þingkosninga sem haldnar eru um helgina. 

Sveiflur á hlutabréfamarkaði virðast haldast í hendur við sveiflur í skoðanakönnunum fyrir Alþingiskosningarnar. 

Á meðal allra skráðra félaga hér á landi hækkaði hlutabréfaverð í þremur félögum, Kaldalóni, Play Air og Icelandair.

Athygli vekur að hlutabréfaverð í flugfélögunum tveimur hækkaði ekki fyrr en síðdegis, en vera má að markaðurinn hafi þá brugðist við fregnum af því að Bandaríkin muni á næstu vikum aflétta ferðabanni evrópskra og breskra ferðamanna. 

Hlutabréfaverð lækkaði í öllum öðrum félögum, mest í Hampiðjunni sem skráð er í First North, en verð á bréfum í félaginu lækkaði um 7,55% í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK