Icelandair hækkaði um 6,58%

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf Icelandair hækkuðu um 6,58% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Endaði gengi félagsins í 1,62 krónum á hlut, en svo hátt hefur gengi bréfanna ekki verið síðan í júlí.

Samtals áttu sér stað viðskipti með bréf félagsins fyrir 956 milljónir.

Meira var um lækkanir en hækkanir í Kauphöllinni í dag og fór úrvalsvísitalan niður um 1,33%. Þar á meðal lækkuðu bréf Marels um 2,7%, Iceland Seafood lækkaði um 2,86% og Festi um 1,82%.

Önnur félög en Icelandair sem hækkuðu voru meðal annars Vís sem fór upp um 1,07% og Síldarvinnslan sem hækkaði um 1,08%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK