Kishida bíður með skattahækkanir

Fumio Kishida.
Fumio Kishida. AFP

Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, sagði á sunnudag að hann hygðist ekki gera breytingar á þeim sköttum sem lagðir eru á fjármagnstekjur og arðgreiðslur. Kishida er mjög í mun að draga úr ójöfnuði og hafði áður gefið til kynna að hærri skattar á arð og fjármagnstekjur gætu verið liður í að minnka tekjubilið í japönsku samfélagi. Að sögn Reuters hyggst Kishida nú fara aðrar leiðir að sama marki, á borð við að hækka laun fólks sem starfar í heilbrigðisgeira.

Sennilegt er að ummæli Kishida á sunnudag hafi verið til þess gerð að róa japanskan verðbréfamarkað en þar hefur mátt greina titring eftir að ljóst varð að Kishida yrði forsætisráðherra. Kishida var áður utanríkisráðherra en var gerður að leiðtoga fjálslynda demókrataflokksins (LDP) eftir afsögn Yoshihide Suga sem leiddi flokkinn og stýrði forsætisráðuneytinu eftir afsögn Shinzo Abe 2020. Hefur Nikkei-vísitalan lækkað um 7% frá því Kishida vann formannskjör LDP í september.

„Ég hef ekki í hyggju að hrófla við sköttum á fjármagnstekjur að svo stöddu [...] Fyrst þarf að ráðast í mörg brýnni verkefni,“ sagði Kishida í viðtali við Fuji TV.

Kishida ávarpaði japanska þingið í fyrsta sinn á föstudag og sagðist þar vilja koma á „nýrri gerð kapítalisma“ þar sem saman færu öflugur hagvöxtur og jafnari skipting auðs. Gáfu ummæli hans til kynna að í megindráttum myndi efnahagsstefna LDP fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var í tíð Abe. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK