Lífeyrissjóðirnir bólgna út sem aldrei fyrr

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 168 milljarða króna í ágústmánuði samkvæmt tölum Seðlabankans og nema eignir þeirra nú 6.410 milljörðum króna. Hafa þær vaxið um 679 milljarða það sem af er ári, eða um 84,9 milljarða króna að meðaltali hvern mánuð þessa árs.

Erlendar eignir eru nú ríflega 35% af eignasafni sjóðanna og hefur það hlutfall þokast jafnt og þétt upp á síðustu misserum. Hafa erlendar eignir aukist um 326 milljarða það sem af er ári og standa því undir tæplega helmingi eignaaukningarinnar það sem af er ári. Síðustu tólf mánuði hafa eignir sjóðanna aukist um 910 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK