Miðflokkur gamaldags og Píratar nútímalegir

mbl.is/Hari

Miðflokkurinn er álitinn mest gamaldags stjórnmálaflokkur Íslands og Píratar sá nútímalegasti. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun vörumerkjastofunnar Brandr sem birt er á heimasíðu hennar. Könnunin er gerð út frá vörumerkjafræðum þeim sem stofan notar til að vinna hina svokölluðu Brandr-vísitölu um styrk vörumerkja.

Kristján Már Sigurbjörnsson, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Brandr, segir í samtali við Morgunblaðið að heilt yfir hafi verið nokkur samhljómur með niðurstöðum rannsóknarinnar og útkomu alþingiskosninga á dögunum. „Það er nokkur samhljómur en einstök atriði skera sig úr,“ segir Kristján.

Ekki endilega ánægðir

Hann segir að ýmislegt veki athygli, eins og að þeir sem kusu VG hafi ekki endilega verið mjög ánægðir með samstarfsflokk flokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enda neðstur í könnuninni þegar kemur að umhverfismálum og næstneðst á eftir Miðflokknum þegar spurt er út í hvaða stjórnmálaflokkur sé heiðarlegastur, að sögn Kristjáns.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru jákvæðari í garð VG heldur en VG í garð Sjálfstæðisflokks.

Þegar rýnt er í hug kjósenda Framsóknarflokksins má sjá að þeir vilja hafa Sjálfstæðisflokk og VG með sér í ríkisstjórnarsamstarfi.

Þegar skoðað er hversu vel fólk þekkir hvað flokkarnir standa fyrir þá er Sjálfstæðisflokkurinn þar efstur á blaði. Fólk virðist vita hvað hann stendur fyrir. „Þeir sem kusu Framsókn töldu sig til dæmis vita betur fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur heldur en hvað Framsókn stendur fyrir,“ segir Kristján. „Það þýðir að Framsóknarflokkurinn þyrfti að útskýra betur fyrir hvað hann stendur.“

Þegar spurt er um hvaða flokkar eru „einstakastir“ koma Píratar oftast upp í huga svarenda. 

Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri Brandr, segir í samtali við Morgunblaðið að líta eigi á stjórnmálaflokka sem vörumerki. „Þegar þú ert að byggja upp vörumerki og reyna að festa það í vitund fólks kemurðu ekki og lætur vita af þér með margra ára millibili. Þú þarf að minna reglulega á þig til að þú sért lifandi í huga fólks,“ segir Friðrik.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK