Eyða meiru erlendis

mbl.is/​Hari

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 84,5 milljörðum króna í septembermánuði og er það 7% veltuaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Skiptist umfangið með svipuðum hætti milli debet- og kreditkorta. Meðalvelta á dag var 2,8 milljarðar. Kemur þetta fram í nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands.Velta innlendra greiðslukorta í verslunum nam 67,7 milljörðum innanlands í september. Í verslunum erlendis nam veltan 14,5 milljörðum króna og er það aukning um 657 milljónir frá ágústmánuði en 6,2 milljörðum meira en í september í fyrra.

Minni umsvif erlendis frá

Þegar litið er til heildarveltu erlendra greiðslukorta á Íslandi í ágústmánuði kemur í ljós að hún nam 19,4 milljörðum króna. Er það 5,8 milljörðum minni velta en í mánuðinum á undan. Hins vegar er veltan allt önnur og meiri en í sama mánuði 2020 og eykst um 17,1 milljarð frá þeim tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK