Hafa lokað allri netsölu á ostasnakki

Þeir Jóhann og Guðmundur vonast til að geta tífaldað framleiðsluna …
Þeir Jóhann og Guðmundur vonast til að geta tífaldað framleiðsluna á Lava Cheese á næstu misserum. Árni Sæberg

Guðmundur Páll Líndal, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Snakk kompanísins, fyrirtækisins sem framleiðir Lava Cheese ostasnakkið, segir að helsta vandamálið í rekstrinum þessa dagana sé að fyrirtækið selji allt sem það framleiðir. Búið er að loka fyrir alla netsölu vegna þessa.

Útlitið er því bjartara nú en fyrir ári þegar mikið tap varð á rekstrinum vegna faraldursins.

Í verksmiðju félagsins í Tónahvarfi í Kópavogi eru í dag framleiddar 20-22 þúsund Lava Cheese-öskjur í þremur bragðtegundum. Von er á nýju ostasnakki með beikonbragði innan tíðar.

Lava Cheese er til í þremur bragðtegundum og von er …
Lava Cheese er til í þremur bragðtegundum og von er á þeirri fjórðu, beikonbragði. Árni Sæberg

„Við erum að bæta við vél í framleiðslulínuna sem ætti að geta aukið framleiðsluna upp í 30 þúsund öskjur á mánuði. Einnig væri hægt að keyra verksmiðjuna á tvöföldum vöktum og fara þannig upp í 60 þúsund öskjur,“ bætir Jóhann Már Helgason fjármálastjóri við.

Varan er orðin vel þekkt á Íslandi að sögn Guðmundar og vaxtartækifærin innanlands takmörkuð. Því horfir félagið til frekari vaxtar í Svíþjóð og á Norðurlöndunum. „Vöxturinn hefur verið hraður síðan við fengum miðlægan dreifingarsamning í Svíþjóð í mars sl. Hann hafði ákveðin margföldunaráhrif.“

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK