Play fær tvær nýjar vélar fyrir næsta sumar

Vélarnar verða afhendar í mars á næsta ári.
Vélarnar verða afhendar í mars á næsta ári. Ljósmynd/Facebook-síða Play

Flugfélagið Play hefur undirritað samning við alþjóðlega fyrirtækið CALC um leigu á tveimur A320neo flugvélum. Þannig stækkar floti félagsins úr þremur vélum í fimm fyrir næsta sumar.

Vélarnar verða afhendar í mars áður en Play hefur áætlunarflug til Norður-Ameríku og þá um leið málaðar í litum félagsins og aðlagaðar að þörfum þess.

Í september undirritaði Play samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Þar segir einnig að Airbus A320 henti Play og rekstri þess vel þar sem stærð og drægni þeirra geri félaginu kleift að þjónusta bæði stærri og minni markaði.

„Við erum mjög ánægð með að bæta vélum í flotann. Við erum meðvitað að taka ákvarðanir með umhverfissjónarmið í huga og er val á þessum flugvélum til marks um það,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóri PLAY, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK