Fáir leigja á háu verði

Enn er hægt að berja Dune augum, bæði í bíó …
Enn er hægt að berja Dune augum, bæði í bíó og á streymisveitum. mbl.is

Kvikmyndaframleiðendur tiltaka nú sérstaklega í kynningum á nýjum myndum ef þær koma eingöngu í kvikmyndahús. Það þýðir þó ekki að myndin rati ekki á streymisveitur síðar. Ekki er langt síðan No Time to Die, nýja James Bond-kvikmyndin, var frumsýnd í kvikmyndahúsum, en hana má nú þegar sjá á erlendum streymisveitum. Myndin var frumsýnd 28. september í bíó í Bretlandi en rúmri viku síðar á Íslandi.

Hér heima hafa rétthafar kvikmyndavera í Hollywood prófað sig áfram með að setja myndir í sýningar á streymisveitum á sama tíma og þær eru í kvikmyndahúsum og til dæmis hefur verið hægt að leigja vísindaskáldsöguna Dune á um þrjú þúsund krónur í sjónvarpi Símans. Kvikmyndin var frumsýnd í bíóhúsum hér á landi 17. september sl.

Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans, segir að tiltölulega fáir hafi pantað Dune á þessu verði. „Verðið situr aðeins í viðskiptavinum okkar,“ segir Pálmi í samtali við Morgunblaðið. Hann segir aðspurður að Síminn stjórni ekki verðinu, heldur séu það kvikmyndaverin erlendu.

„Það eina sem við getum gert er að hafna því að taka myndina í sýningu.“

Pálmi segir að rétthafarnir miði verðlagningu sína við erlendar streymisveitur, en oft er hægt að panta sömu myndir á Amazon Prime eða Google Movies.

„Fólk veit að það er ekki ódýrt að fara í bíó, kannski með alla fjölskylduna. Það er því kannski ekki út úr kortinu að leigja mynd heima í stofu á þrjú þúsund krónur,“ segir Pálmi, en bætir því við að sér finnist verðið of hátt, og pantanafjöldinn vitni um það.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK