Verðbólgan undir spám bankanna

Verðbólga mælist nú 4,8%.
Verðbólga mælist nú 4,8%. mbl.is/Rósa Braga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% frá síðasta mánuði miðað við tölur sem Hagstofan birti í morgun. Mælist 12 mánaða hækkun vísitölu og þar með verðbólga nú 4,8%. Er það nokkuð lægra en greiningaraðilar bankanna höfðu spáð, en Landsbankinn spáði 5% verðbólgu og Íslandsbanki 5,1%.

Í síðasta mánuði mældist 12 mánaða verðbólgan 4,5%.

Vísitalan er nú í 513 stigum og vísitala neysluverðs án húsnæðis er 432,5 stig. Hækkar sú síðarnefnda um 0,16% milli mánaða og mælist 12 mánaða hækkun hennar 3%.

Verðbólgan hefur hækkað jafnt og þétt frá í júní þegar hún mældist 4,3%. Mánuðina á undan hafði hún sveiflast aðeins, en til samanburðar mældist verðbólgan fyrir ári síðan 3,5%.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK