World Class byggir á Reykjanesi

Byggingin verður engin smásmíði eða í kringum 8.400 fermetrar að …
Byggingin verður engin smásmíði eða í kringum 8.400 fermetrar að stærð. Tölvuteikning/ Úti Inni Arkitektar

„Við gerum ráð fyrir um 8.400 fermetra byggingu á þessu svæði og að hún muni bæði hýsa World Class-stöð og heilsuhótel. Auk þessa verður starfsemin tengd baðlóni, útisturtum og heitum pottum, gufum og potti sem sérstaklega er hugsaður fyrir sjósund.“ Þessum orðum lýsir Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class á Íslandi, fyrirætlunum fyrirtækisins innst í Njarðvíkum og í „hjarta Reykjanesbæjar“ eins og hann orðar það. Lóðin sem ætlunin er að taka undir starfsemina er enda á Fitjum, mitt á milli Keflavíkur og Njarðvíkur og steinsnar fyrir ofan starfsemina er vallarsvæðið gamla.

„Það tekur aðeins um fimm mínútur að aka frá þessum stað og út á Keflavíkurflugvöll og því mun þessi uppbygging m.a. nýtast fólki sem er á leið til og frá landinu. Einnig verður þetta kjörinn áfangastaður fyrir þá sem eru í stuttu stoppi á leið sinni yfir hafið.“

Lónið verður tengt misheitum pottum og sánaklefum.
Lónið verður tengt misheitum pottum og sánaklefum.

Björn bendir á að World Class hafi ekki verið með starfsemi á Reykjanesi til þessa og því sé í raun verið að slá tvær flugur í einu höggi. Uppbyggingin sé einnig framlag til bættrar lýðheilsu á svæðinu.

„Ég tók þátt í útboði á gömlu steypustöðinni sem þarna stendur og er ekki til mikillar prýði. Ég varð hlutskarpastur í því útboði en þá kom bærinn með móttilboð. Bauð mér að jafna hana við jörðu og slétta svæðið en fá þessa lóð í staðinn. Þegar við lögðumst yfir þann möguleika kom hugmyndin að baðlóninu upp og við keyrðum á það.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK