Hluturinn í Íslandsbanka verði seldur á næstu tveimur árum

Í forsendum fjárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir aðeignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verði seldur að fullu á næstu tveimur árum.

Fram kemur, að sala á 35% hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2021 fyrir 55,3 milljarða kr. og fyrirhuguð frekari sala á árinu 2022 sé mikilvægur þáttur í virkri stýringu á efnahag ríkisins.

„Með sölunni er hægt að auka sjóðstreymi til ríkisins, minnka lánsfjárþörf og auka rými til fjárfestinga í samfélagslega arðbærum verkefnum þrátt fyrir hallarekstur. Eftir söluna 2021 á ríkið 65% hlut í Íslandsbanka og er stefnt að því að selja þann hlut að fullu á árunum 2022 og 2023 ef markaðsaðstæður verða ákjósanlegar,“ segir í frumvarpinu.

Þá kemur fram, að á næsta ári sé horft til þess að hægt verði að selja um helming útistandandi hlutar ríkisins á virði sem væri nálægt markaðsvirði miðað við núverandi gengi, eða um 75 milljarða.

Fjárlagafrumvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK