Íbúðafjárfesting dregst saman

Landsbankinn spáir því að íbúðarfjárfesting aukist um 2% milli ára …
Landsbankinn spáir því að íbúðarfjárfesting aukist um 2% milli ára á næsta ári og 5% á þarnæsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á milli ára þrjá árfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum og dróst saman um 9,8% milli ára á þriðja ársfjórðungi.

Þrátt fyrir þessa miklu lækkun milli ára hefur verið mikill uppgangur síðustu ár, en frá frá 2019 hefur íbúðafjárfesting í hverjum fjórðungi mælst að jafnaði tæplega 42 milljarðar króna en það hefur ekki sést síðan árið 2007. Frá árinu 2006 hefur að jafnaði verið fjárfest fyrir rúma 27,4 milljarða í hverjum ársfjórðungi og því má sjá að aðsókn í íbúðarfjárfestingu er enn mikil. 

Það var fjárfest í íbúðarhúsnæði fyrir rúmlega 41 milljarð króna í ársfjórðunginum á verðlagi 2020 sem er aukning ef horft er til fyrsta og annars ársfjórðungs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Spá því að fjárfesting aukist

Alls hafa tæplega 3.000 íbúðir skilað sér á markað sem af er ári sem er minna en í fyrra en þó er fleiri íbúðir í byggingu nú en í fyrra. Íbúðir í byggingu eru tæplega 5.700 talsins en um síðustu áramót voru þær um 4.400.

Ef litið er til íbúðafjárfestingu sem hlutfall af landsframleiðslu má sjá að hún er 1,1 prósentustigi hærri en ef litið er til meðaltals frá árinu 1995 en hún mælist nú 5,2% en hefur verið að meðaltali um 4,1%.

Landsbankinn spáir því að íbúðarfjárfesting aukist um 2% milli ára á næsta ári og 5% á þarnæsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK