Eftirlitsgjald hækki ekki

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að hætt verði við að hækka þátt fastagjalds í eftirlitsgjaldi lífeyrissjóða úr 60% í 70% af eins og boðað var í frumvarpi fjármálaráðherra í tengslum við fjárlög næsta árs.

Meirihluti nefndarinnar vísar til umsagna sem bárust nefndinni, m.a. frá Lífeyrissjóði bænda og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands, sem gerðu m.a. athugasemd við það fyrirkomulag að svo stórum hluta gjaldsins sé skipt jafnt á sjóðina, enda feli fyrirkomulagið í sér að hlutfall fastagjaldsins af heildarálagningu er hærra hjá minni lífeyrissjóðum en þeim eignameiri.

Segir í áliti nefndarmeirihlutans, að ekki séu að svo stöddu forsendur fyrir því að þáttur fastagjalds í heildarálagningu lífeyrissjóða verði hækkaður með þeim hætti sem gert er ráð fyrir og leggur til breytingu þess efnis að hlutfall fastagjaldsins af heildarálagningu verði óbreytt, eða 60%.

Nefndarmeirihlutinn áréttar  mikilvægi þess að fram fari endurskoðun á fyrirkomulagi eftirlitsgjalds með tilliti til þess að tryggja frekar jafnræði milli ólíkra lífeyrissjóða og sanngjarna skiptingu gjaldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK