Einar nýr forstöðumaður orkusviðs N1

Einar Sigursteinn Bergþórsson.
Einar Sigursteinn Bergþórsson. Ljósmynd/Aðsend

N1 hefur ráðið Einar Sigurstein Bergþórsson í stöðu forstöðumanns orkusviðs N1. Einar kemur til N1 frá Landsvirkjun þar sem hann starfaði sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Þar áður sinnti hann verkefnastjórnun hjá Equinor (áður Statoil) í Noregi yfir fimm ára tímabil. Einar hefur störf 1. febrúar næstkomandi.

Greint er frá ráðningunni í tilkynningu.

Einar er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands þar sem hann lagði sérstaka áherslu á jarðvarmavirkjanir. Hann er einnig með próf í verðbréfamiðlun. Einar er í sambúð með Írisi Björk Kristjánsdóttur og saman eiga þau þrjú börn.

„Það er mikill fengur að fá Einar til starfa þar sem hann býr yfir umfangsmikilli reynslu og þekkingu á sviði orkumála. Hann mun leiða og þróa orkusvið N1 sem er að verða eitt okkar fjölmennasta svið samhliða aukinni áherslu N1 á umhverfisvæna orkugjafa. Við hlökkum til að hefja þá vegferð með Einar innanborðs og bjóðum hann velkominn til starfa,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

„Ég tek við orkusviði N1 fullur tilhlökkunar enda eru mikil tækifæri fólgin í hinum sístækkandi raforkumarkaði hér á landi. Það verður spennandi að fá að leiða og taka þátt í sókn N1 á þann markað þar sem félagið leggur nú aukið vægi á sölu raforku til heimila og fyrirtækja í takt við markmið N1 um orkuskipti,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK