Íslenski markaðurinn kólnað á síðustu vikum

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar hafa orðið afhuga flugferðum síðan Ómíkron-afbrigðið gerði sig gildandi í Evrópu og víðar, að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play. Hann segir að landsmenn hafi veigrað sér við að fara í tækifærisferðir yfir aðventuna en að til lengri tíma litið sé útlitið gott.

„Íslenski markaðurinn er að kólna og hann hefur verið að gera það svona síðustu fjórar til sex vikur. Svona frá því upp úr miðjum nóvember höfum við séð minna af þessari tækifærissölu, þar sem fólk kaupir sér ferðir með stuttum fyrirvara,“ segir Birgir við mbl.is.

Sólarlandaferðir á nýju ári seljast vel

Hann segir þó að margt gefi tilefni til bjartsýni. Hann nefnir í því sambandi að sala flugferða til landsins sé mikil og að Play merki mikinn ferðavilja erlendra ferðamanna. Þar að auki hefur ekki verið mikið um afbókanir, þannig að þeir sem áttu miða út með Play ákváðu að hætta ekki við ferðir sínar.

„Aftur á móti erum við að sjá bara fína sölu til landsins, hún er vaxandi. Ástandið virðist ekki vera að hafa áhrif á ferðamenn á leiðinni til landsins. En síðan erum við að sjá fína sölu lengra fram í tímann eins og inn í sumarið. Við vorum að setja Bandaríkjaflugið okkar í sölu og það fer mjög vel af stað. Eins hefur salan í ferðir í sólina í janúar og febrúar verið góð, ferðir til Kanaríeyja og Tenerife og þannig áfangastaða,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK