Costco fær skammir frá Neytendastofu

Viðskiptahættir Costco er varða endurnýjun aðildarkorta er talin, af neytendastofu, …
Viðskiptahættir Costco er varða endurnýjun aðildarkorta er talin, af neytendastofu, ólögleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neytendastofa ákvarðaði í gær að viðskiptahættir Costco hvað viðkemur endurnýjun á aðildarkorti verslunarinnar væru ólögmætir og færu því á skjörn við neytendalög. Bannaði neytendastofa versluninni að viðhafa þá áfram.

Í tilkynningu frá neytendastofu segir að borist hafi ábending um að þegar viðskiptavinur endurnýjar aðildarkort sitt að verslunum Costco eftir að aðildartími fyrra korts rann út þá miðist nýr aðildartími við gömlu dagsetninguna.

Skilmálarnir eru á þann veg að ef aðildarkort er endurnýjað innan við tveimur mánuðum frá því að það rann út þá miðast endurnýjunin við gömlu dagsetninguna. Ef aðildin er endurnýjuð síðar en tveimur mánuðum frá því að gildistími rennur út þá fæst í raun ný dagsetning á aðildarkortið.

Villandi upplýsingar

Með öðrum orðum: Ef viðskiptavinur á aðildarkort sem rennur út 31. desember og endurnýjar áskriftina sína hinn 31. janúar, eftir að aðildin er útrunnin, þá miðast nýtt aðildarkort við fyrri dagsetninguna. Þá í raun væri neytandinn að greiða ársgjald en fær bara ellefu mánuði í raun fyrir kortið.

Endurnýi sami viðskiptavinur aðildarkortið sitt hins vegar 1. mars, en þá hafa tveir mánuðir liðið, miðast endurnýjað aðildarkort við nýja dagsetningu.

Kynning félagsins á endurnýjun kortanna var að mati neytendastofu villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.

Neytendur muni ekki gera sér grein fyrir þessum fyrirvörum á gildistíma enda almennt talað um árlegt aðildarkort og tólf mánaða gildistíma og ekki var gerð grein fyrir þessum skilmála í kynningarefni aðildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK