Félagið á bak við Strawberries eignalaust

Um er að ræða félagið Veitingahúsið Lækur ehf. er stóð …
Um er að ræða félagið Veitingahúsið Lækur ehf. er stóð að baki rekstri kampavínsklúbbsuns Strawberries Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gjaldþrotaskiptum er lokið í búi Veitingahússins Lækjar ehf., félags í eigu Viðars Más Friðfinnssonar en félagið stóð á bak við rekstur kampavínsklúbbsins Strawberries á sínum tíma.

Engar eignir fundust í búinu en það hafði verið úrskurðað gjaldþrota með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 6. október síðastliðinn.

Lögmaðurinn Claudia Ashanie Wilson var skiptastjóri en skiptum lauk þann 21. desember án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar. Umræddar kröfur námu rúmum fimm milljónum króna.

Árið 2018 féll dómur Landsréttar í máli Viðars þar sem hann var sakfelldur fyrir meiriháttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum. Var honum persónulega gert að greiða 242 milljónir í sekt til ríkissjóðs auk óskiptrar 158 milljóna króna sektar með félaginu Veitingahúsið Lækur ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK