Lítil sem engin áhrif af 5G á Icelandair

Icelandair notar mjög sjaldan lágskyggnis-aðflug í Bandaríkjunum.
Icelandair notar mjög sjaldan lágskyggnis-aðflug í Bandaríkjunum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að 5G tæknin hafi lítil sem engin áhrif á flugrekstur félagsins, en bæði AT&T og Verizon hafa frestað innleiðingu tækninnar í Bandaríkjunum vegna mögulegra áhrifa á flugöryggi.

Haukur segir meginástæðuna þá að félagið þurfi mjög sjaldan að nota lágskyggnis-aðflug í Bandaríkjunum þar sem lendingartímar eru seinnipart dags eða að kvöldi til. Á þeim tímum sé afar sjaldgæft að um þokuskilyrði sé að ræða. „Hins vegar getur þetta haft talsverð áhrif á þau félög sem eru að lenda að nóttu til og snemma morguns við ákveðin veðurskilyrði.“ 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK