Maríanna ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti

Maríanna segir forréttindi að tilheyra mannauði Landsnets.
Maríanna segir forréttindi að tilheyra mannauði Landsnets. Ljósmynd/Landsnet

Landsnet hefur ráðið Maríönnu Magnúsdóttur sem leiðtoga breytinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Í tilkynningunni segir að Maríanna sé með fjölbreytta reynslu á sviði umbreytinga og reynslu af því að setja áherslu á að þróa fólk, byggja upp skilvirk og hamingjusöm teymi með því að skapa vinnuumhverfi og menningu þar sem mannauður blómstrar. 

„Það eru forréttindi að tilheyra mögnuðum mannauði Landsnets og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í að gera gott fyrirtæki enn betra. Landsnet er að stíga öflugt framþróunarskref sem ég trúi að muni skila árangri ásamt því að vekja mikla athygli. Fleiri vinnustaðir munu vilja taka sambærileg skref,“ er haft eftir Maríönnu í tilkynningunni.

Áður breytingaleiðtogi hjá Reykjavíkurborg

Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá HR, hefur áratuga ára reynslu í Lean aðferðafræðinni og innleiðingu á stefnu fyrirtækja, tekið PMD stjórnendanám og lokið grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun.

Síðastliðin 11 ár hefur hún starfað sem breytingaafl m.a. sem forstöðumaður umbótastofu hjá VÍS, umbreytingaþjálfari hjá Manino, stjórnarkona FKA Framtíðar og breytingaleiðtogi hjá Reykjavíkurborg.

„Við hjá Landsneti störfum í umhverfi sem er sífellt að breytast og stöndum nú frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum. Breytingarnar eru hraðar og við viljum fylgja þeim eftir með  því að þróa lausna- og árangursmiðaða menningu hjá okkur.

Leiðtogi breytinga er nýtt starf hjá fyrirtækinu og mun gera okkur kleift að mæta áskorunum framtíðarinnar. Maríanna hefur reynslu af nýstárlegum stjórnunaraðferðum sem efla leiðtogahæfni. Það verður spennandi að fara þessa vegferð með henni,” er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra Landsnets.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK