Alvotech stækkar hlutafjáraukninguna

Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II, tilkynntu í dag að fjárfestar hafi óskað efir að skrá sig fyrir 21 milljón bandaríkjadala, til viðbótar við það sem var tilkynnt 7. desember, í beinni hlutafjáraukningu („PIPE- fjármögnun“) Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Því hefur verið ákveðið að stækka hlutafjáraukninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Segir í tilkynningunni að hlutafjáraukningin sem nú nemur samtals um 175 milljónum dala sé drifin af umframeftirspurn íslenskra fjárfesta fyrir milligöngu Arctica Finance, Arion banka og Landsbanks og 21 milljón dala aukningin komu til viðbótar við fjárfestingu annarra leiðandi fjárfesta.

Sameiningin skili Alvotech 475 milljónum dala

Gert er ráð fyrir að sameining fyrirtækjanna skili Alvotech 475 milljónum dala ef gert er ráð fyrir engum innlausnum. Þar af eru um 250 milljón dalir sem koma sem innspýting reiðufjár úr sjóðum Oaktree II, yfir 175 milljónir dala með beinni hlutafjáraukningu og 50 milljón dalir frá núverandi hluthöfum sem þeir fjármögnuðu fyrir árslok 2021. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis er um 2,25 milljarðar dala.

„Þessi hlutafjáraukning er til marks um þann mikla áhuga sem langtímafjárfestar hafa sýnt okkur nú þegar við vinnum áfram að sameiningunni við Oaktree II,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech í tilkynningunni.

„Það er ánægjulegt að sjá áframhald þessarar jákvæðu þróunar nú í ársbyrjun 2022 og við hlökkum til að vinna áfram að því markmiði okkar að færa sjúklingum um allan heim líftæknihliðstæðulyf í hæsta gæðaflokki og á góðu verði,“ bætir hann við.

Í tilkynningunni segir að hlutafjáraukningin sé háð samþykki hluthafa Oaktree II um samrunann og öðrum skilyrðum um viðskiptin. Þegar samruninn er að fullu genginn í gegn er áætlað að viðskipti með hlutabréf sameinaðs fyrirtækis fari fram á NASDAQ í Bandaríkjunum undir auðkenninu „ALVO“. Gert er ráð fyrir að samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi ársins 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK