Gengi krónunnar styrktist um 2,5% á einu ári

mbl.is/Júlíus

Gengi íslensku krónunanr styrktist um 2,5% á árinu 2021. Á þetta bendir Seðlabanki Íslands í frétt á vef sínum. Þar er bent á að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi dregist saman á nýliðnu ári sem nam 12%.

„Áhrifa af Covid-19-farsóttinni gætti á gjaldeyrismarkaði á árinu. Seðlabankinn átti gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum eftir því sem hann taldi tilefni til og til að bæta verðmyndun á markaðnum en í mun minna mæli en árið áður,“ segir þar. Auk þess er tíundað að hrein gjaldeyrissala bankans hafi numið 22,7 milljörðum á árinu. Hins vegar hafi reglulegri gjaldeyrissölu sem hófst í september 2020 verið hætt í lok apríl 2021 þegar betra jafnvægi hafði skapast á gjaldeyrismarkaðnum.

Lífeyrissjóðir voru umfangsmiklir kaupendur erlends gjaldeyris á árinu og erlendir fjárfestar héldu áfram að selja verðbréfaeignir sínar hér á landi.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 923,1 milljarði í árslok 2021, eða um 30% af vergri landsframleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK