Hafa selt 14.500 veirupróf

Sturla Orri Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri Sameindar.
Sturla Orri Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri Sameindar. Kristinn Magnússon

Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri Sameindar, segir um 1.800 manns hafa komið í mælingar hjá fyrirtækinu frá áramótum. Annars vegar hafi um 900 manns látið mæla mótefni gegn kjarnapróteinum sem myndast eftir sýkingu af völdum veirunnar og 6.500 frá upphafi. Hins vegar hafi um 900 manns látið mæla magn verndandi mótefna gegn broddpróteinum sem myndast eftir bólusetningu og 8.000 frá upphafi.

„Við vitum að menn þurfa hærra gildi af mótefnum gagnvart Ómíkron-afbrigðinu [en fyrri afbrigðum kórónuveirunnar]. Við sjáum nú allt aðrar tölur í mótefnamagni en eftir tvær fyrstu bólusetningarnar. Eftir bólusetningu númer tvö fór magnið í nokkur þúsund einingar á millilítra [U/ml] en fer nú í tugi þúsunda eininga [U/ml]. Við erum að sjá fjölmargt fólk með 10-50 þúsund einingar [U/ml] og nokkrir einstaklingar hafa farið í 100 þúsund einingar [U/ml]. Þriðja skammtinum fylgir því gríðarleg aukning í magni mótefna,“ segir Sturla. Þriðja sprautan veiti því mun kröftugra mótefnasvar en hafa verði í huga að magn mótefna falli niður með tímanum.

„Sýnt hefur verið fram á að Ómíkron-afbrigðið krefjist 20 til 40 sinnum hærra gildis af mótefnum en Delta-afbrigðið. Því eru sterkar vísbendingar um að þriðji skammturinn sé mjög mikilvægur til að verjast Ómíkron-afbrigðinu,“ segir Sturla.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK