Auður til Distica frá Alvotech

Auður Aðalbjarnardóttir.
Auður Aðalbjarnardóttir. Ljósmynd/Distica

Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri/faglegur forstöðumaður Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Distica.

Þar segir að Auður taki við af starfinu af Hrönn Ágústsdóttur, sem tekur við starfi ábyrgðahafa Distica.

„Auður hefur víðtæka reynslu úr lyfjageiranum en hún kemur til Distica frá Alvotech þar sem hún gegndi stöðu deildarstjóra á gæðastjórnunarsviði. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri við hönnun og innleiðingu á alþjóðlegu gæðastjórnunarkerfi fyrir Alvogen. Auður leiddi um árabil þverfaglegt teymi hjá Actavis sem bar ábyrgð á þróun, rannsóknum og skráningu lyfja í fjölda landa. Auk þess hefur hún unnið sem verkefnastjóri í lyfjaskráningum hjá Actavis. Auður er með M.Sc. í líf- og læknisfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc í líffræði frá sama skóla,“ segir um Auði í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK