Ný rekstrareining innan Haga

Á vormánuðum verður stofnuð ný rekstrareining innan Haga.
Á vormánuðum verður stofnuð ný rekstrareining innan Haga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórkaup verður ný rekstrareining sem stofnuð verður innan Haga í vor. Mun hún koma til með að þjónusta við stórnotendur, t.d. framleiðendur, rekstraraðila og veitingageirann. Verður áhersla lögð á hátt þjónustustig og nútímavætt sölukerfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Haga.

„Nýtt félag, Stórkaup, mun nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- vöruhúsarekstri og er gert ráð fyrir að vöruúrval til lengri tíma verði sem breiðast, viðskiptavinum til hagsbóta. Stórkaup tekur þannig að nokkru leyti við hlutverki Rekstrarlands, sem í dag er hluti af Olís,“ segir í tilkynningunni.

Samhliða þessari opnun verður unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni en miklar breytingar eru í vændum á næstu mánuðum þegar verslunum verður breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur.

Undirbúningur að opnun Stórkaups er þegar hafinn.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf. segir að með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hafi skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem hefur hingað til verið gert. Samhliða þessu hafi verið horft til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum.

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir stofnun Stórkaups gera Olís betur kleift að sníða sölu- og dreifikerfi sitt betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á kjarna rekstur fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK