Universal kaupir Öldu Music

Sölvi Blöndal.
Sölvi Blöndal. Ljósmynd/Alda Music

Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtæki heims, hefur gengið frá kaupum á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að dagleg starfsemi Öldu Music muni haldast óbreytt og verður Sölvi Blöndal enn teymisstjóri útgáfunnar, auk þess sem hann mun leiða samruna Öldu og Universal.

Markmiðið er að efla útgáfuna enn frekar og sækja fram með íslenska tónlistarútgáfu og kynningu á nýrri tónlist, hér á landi sem erlendis, eins og segir í tilkynningunni.

„Þetta er mikið tækifæri sem við erum að fá, að vinna með öflugasta tónlistarfyrirtæki heims. Íslensk tónlist hefur sjaldan átt fleiri og stærri farvegi til heimsins en ég get ekki hugsað mér betri samstarfsaðila en Universal Music/InGrooves í því verkefni að koma henni enn betur á framfæri. Við munum engu að síður halda áfram að gera okkar til að styðja við grasrótina, sem er og verður undirstaða nýsköpunar í íslenskri tónlist. Samtímis aukast möguleikar okkar til að markaðssetja bæði nýja og eldri tónlist til muna með aðkomu Universal – þau eru algjörlega leiðandi markaðs- og útgáfufyrirtæki á sviði tónlistar í heiminum í dag,“ er haft eftir Sölva Blöndal við tilefnið.

 „Við bjóðum Öldu Music hjartanlega velkomna í norrænu fjölskylduna hjá Universal Music. Alda var að okkar mati rétti samstarfsaðilinn fyrir Ingrooves á Íslandi. Kaupin veita okkur tækifæri til að aðstoða íslenska listamenn og opna þeim aðgang að mikilli tækniþekkingu sem byggst hefur upp hjá Universal og Ingrooves. Þekking á sviði dreifingar og markaðssetningar getur gert gæfumuninn við að ná til nýrra áheyrenda og okkar innkoma verður vonandi lyftistöng fyrir allt það fólk sem starfar við tónlistarsköpun á Íslandi. Sölvi og hans samstarfsfólk hafa byggt upp farsælt útgáfufyrirtæki, Öldu, sem er með afar stóran hóp listamanna innan sinna vébanda og þessi kaup staðfesta þá ómældu trú sem við höfum á framtíð íslensku tónlistarsenunnar og möguleikum hennar til að láta enn frekar til sín taka á alþjóðlegum markaði,“ er haft eftir Frank Briegmann, stjórnarformanns og forstjóra Universal Music Central Europe & Deutsche Grammophon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK