Hótel Keflavík endurgert

Steinþór Jónsson í endurgerðri móttöku á Hótel Keflavík. Hann hannaði …
Steinþór Jónsson í endurgerðri móttöku á Hótel Keflavík. Hann hannaði hið nýja útlit hótelsins. Eggert Jóhannesson

Feðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson stofnuðu Hótel Keflavík 17. maí árið 1986.

Meðal helstu áfanga í sögu þess var þegar Steinþór kom á beinu flugi milli Íslands og Kanada árið 1995 með flugfélaginu Canada 3000 en í kjölfarið keyptu feðgarnir aðliggjandi hús og fjölguðu herbergjum úr 32 í 70. Þá urðu, að sögn Steinþórs, straumhvörf með tilkomu Diamond Suites, fyrsta 5 stjörnu hótels landsins, sem var opnað í maí 2016 en stærsta átakið hafi verið stækkun og algjör endurnýjun á almennu rými sem hófst í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs 2020.

Meðal nýrra rýma eru veitinga- og ráðstefnusalur, Gyllti salurinn, en …
Meðal nýrra rýma eru veitinga- og ráðstefnusalur, Gyllti salurinn, en hann rúmar um 100 manns. Hótel Keflavík

„Við höfum sjaldan framkvæmt eins mikið og í faraldrinum. Þessar glæsilegu breytingar voru nauðsynlegar og hafa bjargað því sem bjargað varð á erfiðum tímum, m.a. með auknum komum íslenskra gesta sem vilja gera vel við sig,“ segir Steinþór.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK