Hægt að sannreyna gildi rafrænna undirskrifta

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi.
Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Dokobit á Íslandi hefur fengið vottun til þess að bjóða upp á fullgilda staðfestingarþjónustu fyrir rafrænar undirskriftir. Fyrirtækið er þar með það fyrsta á Íslandi og eitt af fáum í heiminum til að bjóða upp á slíka þjónustu.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að þýðing þessa sé að einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi geti nú með einföldum hætti sannreynt gildi rafrænna undirskrifta og innsigla og verið sannarlega viss um nákvæmni niðurstaðanna. Fyrirtækið þjónustar meðal annars Landsbankann, Íslandsbanka, Landsvirkjun, KPMG, Origo, Creditinfo, íslensk ráðuneyti o.fl. 

Samkvæmt eIDAS reglugerðinni, sem fjallar um réttaráhrif rafrænna undirskrifta í Evrópu, er staðfesting viðbótarþjónusta fyrir rafrænar undirskriftir og innsigli. Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit, segir að með staðfestingarþjónustunni sé hægt að sannreyna gildi rafrænna undirskrifta og innsigla frá því þær voru gerðar þar til undirskriftin hefur verið sannreynd. 

„Í þessum hraða vexti á rafrænum undirskriftum er staðfestingarþjónusta farin að verða álíka nauðsynleg þjónusta þar sem við þurfum að geta sannreynt gildi rafrænna undirskrifta í skjölunum sem við tökum við. Ef við gerum það ekki getum við ekki verið viss um að undirskriftirnar eða innsiglin í skjölunum séu í lagi og að skjalið sjálft sé gilt. Það er mikill munur á því að nota staðfestingarþjónustu sem er fullgild sem þýðir að óháður samræmismatsaðili er búinn að votta þjónustuna og staðfesta að öllum viðeigandi ETSI og eIDAS kröfum sé fylgt ítarlega. Niðurstöðurnar eru þannig áreiðanlegar og hafa hærri réttaráhrif heldur en ef staðfestingarþjónusta sem er ekki fullgild er notuð. Hægt er að nota staðfestingarskýrslu úr kerfi okkar sem sönnunargagn fyrir dómstólum þar sem hún sýnir gildi undirskriftanna,” segir Ólafur Páll og bætir Dokobit hefur farið í gegnum strangt vottunarferli til að geta boðið upp á þessa þjónustu.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK