Opna Poke stað á Hafnartorgi

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir eigendur Maika´i
Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir eigendur Maika´i

Veitingamennirnir Ágúst Freyr Hallsson, annar eigenda Maika´i, og Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn stofnenda Yuzu veitingastaðanna, eru að opna nýjan veitingastað saman á Hafnartorgi við Lækjargötu. Staðurinn mun sérhæfa sig í svokölluðum Poke skálum eins og vinsælt er víða erlendis.

„Þetta er til hérlendis sem aukaréttur á matseðli á nokkrum stöðum en þetta verður fyrsti staðurinn þar sem Poke er aðalrétturinn,“ segir Ágúst í samtali við mbl.is Staðurinn verður staðsettur í hinni nýju óopnuðu mathöll sem til stendur að opna á komandi misserum á Hafnartorgi.

„Einhver myndi kippa í mig fyrir að kalla þetta mathöll, en þetta verður rými þar sem verða bæði verslanir og matsölustaðir. Þarna verður göngugata og þetta er síðasti áfanginn í hinni fullbúnu mynd Hafnartorgs þar sem allt kemur heim og saman. Við bjóðum upp á bjór og vín og þarna á að vera góð stemning,“ segir Ágúst jafnframt.

Sjávarþema í bland við asískan arkitektúr

„Poke skálar eru nokkurskonar sushi réttur. Opið sushi í skál. Við verðum með mikið af fisk þarna og aðrar sjávarafurðir. Ferskur lax og túnfiskur er stór hluti af góðu Poke,“ segir Ágúst og segir staðinn muni verða með sjávarþema í bland við asískan arkitektúr. Þar verði hvoru tveggja hægt að setjast niður til að snæða en einnig hægt að taka matinn með heim. „Þetta er allavega skref fyrir ofan það sem þú myndir kalla take-away. Þarna á fólki líka að líða vel að sitja á staðnum.“

Ágúst sjálfur á og rekur veitingastaðin Maika´i ásamt kærustu sinni, Elísabetu Mettu Svan Ásgeirsdóttur, sem er einnig staðsettur á Hafnartorgi. Einnig eru þau með Maika´i staði í Smáralind og matarvagn.

Haukur, sem er yfirkokkur staðarins, lærði hjá Hrefnu Sætran og er því vel að sér þegar kemur að asískum mat og sjávarréttum. Opnaði hann einnig staðinn Yuzu á hverfisgötu ásamt fleirum, sem hefur einnig opnað stað í mathöllinni Borg29 í Borgartúni.

Haukur Már Hauksson annar eiganda staðarins.
Haukur Már Hauksson annar eiganda staðarins.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK