Advania kaupir Azzure IT

Advania í Guðrúnartúni 10.
Advania í Guðrúnartúni 10. mbl.is/Ómar Óskarsson

Advania-samsteypan hefur keypt breska fyrirtækið Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast 60 nýir starfsmenn í hóp Advania, samkvæmt tilkynningu.

Markmið kaupanna er að auka þjónustu til viðskiptavini Advania og veita ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Advania hóf starfsemi í Bretlandi í fyrra með kaupum á upplýsingatæknifélaginu Content+Cloud.

„Með Azzure IT-viðbótinni verðum við einn stærsti samstarfsaðili Microsoft í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum. Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði viðskiptalausna,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi í tilkynningu frá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK