Besta ár í sögu Domino's á Íslandi

Árið 2022 gæti orðið besta árið í 30 ára sögu Domino's á Íslandi að sögn forstjórans Magnúsar Hafliðasonar. Áætluð velta er sex milljarðar króna en hún var 5,7 milljarðar í fyrra.

Nýir eigendur tóku við keðjunni í júní 2021 og hófust strax handa við að gera ýmsar breytingar. Þær skiluðu þeim árangri að allir mánuðir nema einn síðan þá hafa verið söluhæstu einstöku mánuðir – eða þeir næstsöluhæstu – í sögu fyrirtækisins.

Sem dæmi um breytingar er bætt aðstaða og kjör starfsfólks. Það hafi skilað sér í sögulega lágri starfsmannaveltu. Þá hafi laun stjórnenda í verslununum verið hækkuð og nýtt bónuskerfi fyrir þá innleitt. „Ef þú ert ánægður með launin stendurðu þig betur,“ segir Magnús Hafliðason, en nánar er rætt við hann í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK