Hildur tekur við af Kristleifi hjá Össuri

Hildur Einarsdóttir.
Hildur Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Dr. Kristleifur Kristjánsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf., hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu frá 1. júlí, þar sem hann hyggst fara á eftirlaun.

Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu.

Segir þar að Hildur Einarsdóttir hafi verið ráðin nýr framkvæmdastjóri þróunarsviðs og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hildur hóf störf hjá Össuri árið 2009 og hefur verið forstöðumaður á þróunarsviði undanfarin ár.

Hún er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði og reiknifræðilegum taugavísindum frá Imperial College í Lundúnum.

Ástríða fyrir nýsköpun

„Hildur Einarsdóttir hefur verið mikilvægur leiðtogi innan Össurar síðastliðin 13 ár. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu á stoðtækjaiðnaðinum og stefnumótun í vöruþróun,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni forstjóra Össurar í tilkynningunni.

Segir hann að ástríða hennar fyrir nýsköpun muni ýta enn frekar undir tæknilega forystu Össurar.

„Fyrir hönd allra starfsmanna hjá Össuri þökkum við Kristleifi Kristjánssyni kærlega fyrir hans mikilvæga framlag til félagsins í gegnum árin og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir Sveinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK