Titringur meðal söluaðila útboðsins

Fjármálaeftirlit Seðlabankans annast nú rannsókn á verklagi söluráðgjafa í Íslandsbankaútboðinu …
Fjármálaeftirlit Seðlabankans annast nú rannsókn á verklagi söluráðgjafa í Íslandsbankaútboðinu í mars sl. Samkvæmt heimildum er stefnt að því að ljúka rannsókn sem fyrst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkurs titrings er farið að gæta meðal söluráðgjafa sem störfuðu við útboð Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór 22. mars sl. Eins og Morgunblaðið greindi frá 12. apríl sl. hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á verklagi söluráðgjafa í útboðinu. Síðan þá hafa ýmsir atburðir átt sér stað í málinu og nú síðast í gær tilkynntu formenn stjórnarflokkanna að stefnt væri að því að leggja Bankasýsluna niður.

Í yfirlýsingu Bankasýslunnar frá því í gærmorgun kemur fram að komið hafi upp vafi um það hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Þá kom fram að einnig væru til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. Það er meðal þess sem fjármálaeftirlit Seðlabankans rannsakar nú.

Bankasýslan mun ekki greiða umsamda söluþóknun til söluráðgjafanna á meðan rannsókn stendur yfir. Ef rannsókn eftirlitsins sýnir fram á að söluráðgjafar hafi með einhverjum hætti farið á svig við lög eða ekki fylgt eftir eigin starfsreglum (sem byggjast á lögum um verðbréfaviðskipti) kann það að hafa alvarlega afleiðingar fyrir viðkomandi fyrirtæki. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK