Áætlaður kostnaður var um 300 milljónir fyrir helmingi lægri hlut

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjármála- og efnahagsráðherra bjó yfir í aðdraganda útboðs Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka, var áætlað að kostnaður við söluna yrði um 300 milljónir króna miðað við að söluandvirði yrði um 25 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem hefur að geyma svör við fyrirspurnum fjárlaganefndar Alþingis um meðferð sölunnar. Þar er vísað í bréf sem ráðuneytinu barst frá Bankasýslunni um miðjan janúar, þar sem fjallað var um ráðningu ráðgjafa.

Sem kunnugt er seldi ríkið þó 22,5% hlut í bankanum fyrir um 53 milljarða króna, eða rúmlega tvöfalt það sem áætlað hafði verið í fyrrnefndu bréfi. Áætlað var að söluþóknun yrði um 0,7%-1% af söluandvirði eignarhluta. Miðað við þá tölu má ætla að söluþóknun til söluráðgjafa hafi verið á bilinu 370-530 milljónir króna. Við þetta bætast síðan fasta upphæðir, um 35-45 milljónir króna í kostnað við fjármálaráðgjafa og um 10 milljónir króna í lögfræðikostnað. 

Forsvarsmenn Bankasýslunnar hafa áður greint frá því að heildarkostnaður útboðsins hafi verið um og yfir 700 milljónir króna.

Fréttin hefur verið uppfærð og tölur leiðréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK