Gjaldþrot hjá fámennari fyrirtækjum en í fyrra

Ljósmynd/Colourbox

Fyrirtæki sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á fyrsta ársfjórðungi 2022 höfðu um 184 launamenn að jafnaði árið áður sem er um 52% fækkun frá fyrsta ársfjórðungi 2021 þegar launamenn gjaldþrota fyrirtækja á fyrra ári voru 384.

Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands sem gefur út tölur um gjaldþrot skráðra fyrirtækja í hverjum mánuði.

139 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á heildina litið voru áhrif gjaldþrota minni með tilliti til fjölda launamanna í öllum atvinnugreinum en áhrifin voru þó meiri í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð þar sem launamenn á fyrra ári voru 109 og 24% fleiri en á fyrsta ársfjórðungi 2021. 

Af 139 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á fyrsta ársfjórðungi 2022, voru 27 með virkni á fyrra ári, 49% færri en á fyrsta ársfjórðungi 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK