Hefði mátt standa betur að kynningu til almennings

Bankasýslan telur að útboðið hafi tekist vel út frá fjárhagslegum …
Bankasýslan telur að útboðið hafi tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum en að betur hafi mátt standa að kynningu til almennings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bankasýsla ríkisins telur að betur hafi mátt standa að kynningu til almennings á þeim söluaðferðum og mismunandi markmiðum með sölu sem birtust í tengslum sölu hluta eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, og þá sérstaklega á framkvæmd útboðs með tilboðsfyrirkomulagi og þar með talið hverjir gætu tekið þátt.

„Virðist ljóst af umræðum í kjölfar útboðsins að á meðal almennings ekki hafi ríkt skilningur á því hvernig útboð með tilboðsfyrirkomulagi kæmi til með að fara fram þ.á m. hverjir gætu tekið þátt. Í ljósi þess að slíkt útboð er frábrugðið frumútboði, eins og það var framkvæmt í júní á síðasta ári, og þess að slíkt útboð hefur einungis einu sinni áður verið framkvæmt á Íslandi hefði mátt koma upplýsingum um framkvæmdina á framfæri við almenning með skýrari hætti,“ segir í minnisblaði sem Bankasýslan hefur sent fjárlaganefnd Alþingis, og hefur verið birt á vef Bankasýslu ríkisins. 

Á morgun munu þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, og Lárus Blöndal stjórnarformaður svara spurningum nefndarinnar á opnum fundi sem hefst kl. 9 í fyrramálið og mbl.is mun fylgjast með. En fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 

Tókst vel út frá fjárhagslegum markmiðum en gera sér grein fyrir gagrýninni

Í minnisblaðinu segir ennfremur, að Bankasýsla ríkisins telji mikilvægt að horfa á sölu hluta eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem eitt heildstætt ferli, sem er framkvæmt í nokkrum skrefum. 

Bankasýsla ríkisins telur að að útboðið hafi tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum og að framkvæmd þess hafi verið í fullu samræmi við lýsingu stofnunarinnar um sölu með tilboðsfyrirkomulagi, eins og það birtist í minnisblaði stofnunarinnar með tillögu til ráðherra þann 20. janúar. Þá hafi  það einnig í samræmi við þær upplýsingar sem stofnunin kynnti fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd á fundum og greinargerð ráðherra.

„Engin efnisleg gagnrýni kom þar fram um fyrirhugaða framkvæmd tilboðsfyrirkomulags, t.d. um lágmarksfjárhæð, enda er líklegt að slíkar athugasemdir hefðu endurspeglast í ákvörðun ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. 

Vonast til að allir dragi viðeigandi lærdóm

Minnisblaðið telur 28 blaðsíður og þar er spurningum fjárlaganefndar svarað um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. 

Þar segir m.a.: 

„Bankasýsla ríkisins gerir sér grein fyrir þeirri gagnrýni, sem stofnunin hefur fengið, að hafa ekki birt af eigin frumkvæði lista yfir alla kaupendur í útboðinu. Til að svara þeirri gagnrýni vill stofnunin benda á að hvorki var slíkur listi birtur eftir frumútboð Íslandsbanka, né var sú tilhögun gagnrýnd. Stofnunin beitti því sömu aðferðum í þessu útboði og voru viðhöfð í frumútboðinu, sem telja má eðlilegt því þær aðferðir höfðu ekki verið gagnrýndar og eru í samræmi við viðteknar venjur í sambærilegum hlutafjárútboðum, m.a. af hálfu ríkissjóða í Evrópu. Stofnunin getur aftur á móti tekið undir sjónarmið, sem fram hafa komið eftir útboðið, að betur hefði mátt kynna framkvæmd sölu með tilboðsfyrirkomulagi strax í kjölfar birtingar tillögu stofnunarinnar þann 20. janúar sl.“

Ennfremur segir að með athugun Ríkisendurskoðunar og Fjármálaeftirlitsins á sölunni „vonast Bankasýsla ríkisins til þess að allir aðilar, sem komu að útboðinu, dragi viðeigandi lærdóm af því og að vinnubrögð vegna sölu á jafnmikilvægum eignum eins og hlutabréfum ríkisins í viðskiptabönkum verði bætt.“

Í minnisblaðinu kemur einnig fram, að heildarkostnaðurinn muni liggja á bilinu frá 439,5 milljónir kr. til 702,7 milljónir kr. Af þeim kostnaði hafi þegar verið greiddar 280 milljónir. Lang stærsti kostnaðarþátturinn er söluþóknanir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK