SKEL kaupir stóran hlut í VÍS

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son er stjórnarformaður SKEL fjárfestingafélags.
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son er stjórnarformaður SKEL fjárfestingafélags. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjárfestingarfélagið SKEL hefur keypt 2,5% hlut í tryggingarfélaginu VÍS. Tilkynnt var um þetta með flöggun til Kauphallarinnar fyrir stundu en SKEL kaupir 44 milljón hluti í félaginu. Kauðverðið liggur ekki fyrir, en gengi bréfa í VÍS er nú nú um 18,5 kr. á hlut, og hefur hækkað um rúm 4% í dag.

Miðað við markaðsgengi er áætluð kaupupphæð um 818 milljónir króna, en þó ber að ítreka að upphæð viðskiptanna liggur ekki fyrir.

Samhliða þessu hefur SKEL gert framvirka samninga um kaup á tæplega 84 milljón hlutum til viðbótar sem gerðir verða upp síðar í þessari viku og fram til 20. maí. Miðað við markaðsvirði nú má ætla að kaupupphæðin sé tæplega 1,6 milljarður króna.

Verður fjórði stærsti hluthafinn

Eftir að þau kaup eru gengin í gegn mun SKEL eiga um 7,3% hlut í VÍS og verða þar með fjórði stærsti hluthafinn miðað við hluthafalistann nú. Gildi lífeyrissjóður er stærsti hluthafinn með um 8,3% hlut, Lífeyrissjóður verslunamanna á um 7,9% hlut, VÍS heldur á eigin bréfum fyrir um 7,6% og A-deild LSR fer með um 7,3% hlut. Enginn þessara aðila hefur flaggað viðskitpum til Kauphallar en það er ekki gert nema eignarhlutinn fari undir 5%.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, nýráðinn forstjóri SKEL.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, nýráðinn forstjóri SKEL.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK