Skilaáætlanir samþykktar í dag

Seðlabanki Íslands keypti evrur fyrir tvo milljarða.
Seðlabanki Íslands keypti evrur fyrir tvo milljarða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands samþykkti í dag skilaáætlanir fyrir Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka, en áætlanirnar skilgreina verkferla og kröfur ef fjárhagsstaða bankanna væri það slæm að hætta væri á þroti.

Fjármálastöðugleiki markmiðið

Skilavald hefur verið á ábyrgð Seðlabankans frá árinu 2020 þegar lög númer 70/2020 voru sett um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Markmið laganna er að tryggja fjármálastöðugleika, vernda tryggðar innistæður og lágmarka neikvæðar afleiðingar fjármálaáfalla og þörfina á fjárframlögum úr ríkissjóði.

Skilavald þýðir að Seðlabankinn getur gert kröfu um lágmarks eiginfjárgrunn banka og bankinn tekur ákvarðanir um „skilameðferð og beitingu skilaúrræða fjármálafyrirtækis sem er á fallandi fæti,“ segir á vef Seðlabanka Íslands.

Kerfislega mikilvægir bankar

Allir þrír bankarnir eru svokallaðir kerfislega mikilvægir bankar og skilaáætlanir þeirra gerir það mögulegt að hægt sé að endurreisa þá hratt án opinbers fjárstuðnings Seðlabanka eða ríkissjóðs ef bankinn riðar til falls. Með skilameðferðinni er einnig reynt að tryggja að nauðsynleg starfsemi haldist og þar með fjármálastöðugleiki í landinu. Bankarnir þrír uppfylla allir MREL-kröfur Seðlabankans, sem byggja á lágmarks eiginfjárgrunni og hæfum skuldbindingum bankanna í samræmi við lög nr. 70/2020.

Í mati hvers banka kemur fram greining og rökstuðningur fyrir þeirri leið sem á að fara við erfiðar aðstæður með hliðsjón af markmiðum skilameðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK