Heimilin flýja stríðum straumum í fasta vexti

Mesti viðsnúningurinn er í óverðtryggða hlutanum. Þar hafa lán með …
Mesti viðsnúningurinn er í óverðtryggða hlutanum. Þar hafa lán með breytilegum vöxtum gefið mjög eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýjar tölur Seðlabankans varpa ljósi á að heimilin í landinu færa sig af miklum móð í fasta vexti þegar kemur að fjármögnun húsnæðis. Í febrúar og mars námu ný útlán bankakerfisins til þeirra að teknu tilliti til umfram- og uppgreiðslna rúmum 25,5 milljörðum króna. Fastvaxtalán námu 38,5 milljörðum króna en lán með breytilegum vöxtum voru greidd upp fyrir tæpa 13 milljarða, umfram ný útlán af sömu tegund.

Talsverðar hreyfingar eru sömuleiðis á mismunandi lánaflokkum þegar litið er til þess hvort um er að ræða verðtryggða flokka eða óverðtryggða. Þannig má sjá að lán með verðtryggða vexti eru enn hverfandi hluti af nýjum útlánum. Þó hafa þau umskipti orðið að verðtryggð lán með fasta vexti eru nú jákvæð um 4,1 milljarð króna í febrúar og mars en þau voru neikvæð um 1,5 milljarða yfir sama tímabil í fyrra. Hins vegar hefur ekkert breyst hvað viðkemur verðtryggðum lánum með breytilega vexti. Þau eru enn á miklu undanhaldi. Voru greidd upp um sem nemur tæpum sjö milljörðum í mánuðunum tveimur á þessu ári umfram ný útlán af sama tagi. Er það samsvarandi upphæfð og yfir sama tímabil í fyrra.

Mesti viðsnúningurinn er í óverðtryggða hlutanum. Þar hafa lán með breytilegum vöxtum gefið mjög eftir. Voru jákvæð um 48,3 milljarða í febrúar og mars í fyrra en er nú neikvæð um sex milljarða. Hins vegar hafa fastvaxtalánin óverðtryggðu tekið við sér á móti. Voru 9,9 milljarðar yfir tímabilið í fyrra en stóðu nú í 34,4 milljörðum króna umfram upp- og umframgreiðslur. ses@mbl.is

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK